Svona skipuleggur þú frystinn fyrir veturinn

Allir þeir sem hafa náð lágmarksfærni í heimilishaldi vita að það er fátt gagnlegra er góður frystir. Þar með er ekki öll sagan sögð því það er álíka mikilvægt að téður frystir sé vel skipulagður svo allt fari ekki í tóma vitleysu.

Hér eru nokkur atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga:

  • Merktu allt sem fer ofan í frystinn. Hvað þetta er og hvenær það var fryst. Málningarlímband kemur að góðum notum eða góður tússpenni. Þetta á ekki við um vörur sem þegar eru merktar.
  • Settu alltaf matvælin í góðar lofttæmdar umbúðir.
  • Hugsaðu alltaf út í hvernig raðast í frystinn.
  • Passaðu upp á formið. Gott dæmi um þetta er kjöthakk sem er sett í marga minni poka. Að því loknu skal forma pokana svo að þeir raðist vel þegar þeir frjósa.
  • Hafðu frystinn hólfaskiptan. Flokkaðu niður eftir grunnflokkum: grænmeti, ávextir, kjöt, sósur, brauð og þar fram eftir götunum.
  • Hafðu aðgengilegast það sem þú notar oftast.
  • Farðu reglulega í gegnum frystinn og passaðu upp á að borða reglulega úr honum þannig að matinn dagi ekki uppi í frystinum.
mbl.is