Er ráðlegt að innbyrða koffín fyrir æfingu?

mbl.is

Til er ævaforn umræða um koffíndrykkju fyrir líkamsrækt – en er það skynsamlegt og mun það auka getu okkar í þjálfuninni? Þessu ætlum við að svara og meira til.

Fólk fer sínar leiðir er það býr sig undir árangursríka æfingu – það borðar ákveðinn mat, fer á fætur á ákveðnum tíma og þannig má lengi telja. En hvað er þetta með koffín sem gerir mann orkumeiri á æfingum? Á síðasta ári var gerð könnun í Bretlandi sem sýndi fram á koffíndrykkju fyrir 5 km hjólreiðakeppni sem bætti líkamsgetu fólks að meðaltali um 1,7%. Aðrar rannsóknir hafa einnig komist að þeirri niðurstöðu að koffín bæli sársauka og dragi úr þreytu. 

Einhverjir tengja þó koffíndrykkju við að fá skjálfta í hendurnar, hjartað byrjar að pumpa á fullu og jafnvel sumir hlaupa jafnvel beint á salernið til að losa – er þá sniðugt að vera að sulla í sig koffíni fyrir æfingu? Við vitum að með því að neyta 3 mg af koffíni per kíló líkamsþyngdar, einni klukkustund fyrir æfingu, þá getur þú bætt þrekárangurinn. Koffín getur líka aukið athyglina sem er enn einn kosturinn til að bæta árangur þjálfunar til muna.

Sunni Patel, doktor og vísindamaður í læknisfræði, segir að neysla á koffíni miðist við 300-400 mg á dag – þar liggi örugg efri mörk. En að sama skapi vill hann ekki ráðleggja neinum að drekka koffín til að ná betri árangri í líkamsrækt þó að það teljist árangursríkt  það séu til hollari kostir en það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert