Stærsta matarfrétt ársins?

Nýtt súkkulaðiálegg frá Mars.
Nýtt súkkulaðiálegg frá Mars. mbl.is/Mars

Dagsetningin 12. ágúst, mun marka sögulegan viðburð hjá Mars. Þá erum við ekki að meina plánetunni Mars, heldur súkkulaðiframleiðandanum vinsæla sem flest allir ættu að þekkja.

Talsmaður segir þetta gleðifréttir fyrir Mars-unnendur, því í fyrsta skipti mun vinsæla súkkulaðistykkið vera fáanlegt í smjörformi – rétt eins og við þekkjum Nutella og fleiri súkkulaðiálegg. Nú má dreifa Mars á ristað brauð, pönnukökur, smyrja því á grillaðan banana eða dýfa jarðarberjum í áleggið – möguleikarnir eru endalausir. Þetta góðgæti mun þó eingöngu vera fáanlegt þar ytra, í það minnsta fyrst um sinn.

mbl.is/Mars
mbl.is