Svona heldur þú baðherberginu fersku

Við elskum þegar baðherbergið er hreint og fínt.
Við elskum þegar baðherbergið er hreint og fínt. mbl.is/

Þrjú einföld og ódýr trix til að halda baðherberginu fersku – gjörið svo vel.

Númer eitt

Með því að setja ¼ bolla af hrísgrjónum í skál eða krukku, og bæta við fimm dropum af ilmolíu, þá færðu ekki bara góðan ilm inn á baðherbergi, því grjónin munu hjálpa til við rakann inni í rýminu.

Númer tvö

Settu fjóra ilmolíudropa inn í klósettrúlluna (á brúna pappírinn) og ilmurinn mun dreifa sér um rýmið í hvert skipti sem þú dregur pappír af rúllunni.

Númer þrjú

Skiptu út mýkingarefni í þvottavélinni með hvítu ediki til að losna við alla lykt úr handklæðum.

mbl.is