Eggjabrauð með tvisti slær í gegn á TikTok

Sjúklega girnilegt eggjabrauð í boði TikTok.
Sjúklega girnilegt eggjabrauð í boði TikTok. mbl.is/TikTok

Gamla góða eggjabrauðið, með gati fyrir miðju á brauðsneiðinni og spælt egg sem fyllir upp í gatið. Þið vitið alveg hvað um ræðir - en hér er það með örlitlu tvisti.

Það var FOODMADESIMPLE á TikTok sem deildi þessari nýstárlegu útgáfu af eggjabrauði og við erum seld. Hér er byrjað á því að rista brauðið, síðan er gert gat fyrir miðju brauðsins og tekin úr. Því næst er beikoni eða skinku vafið utan um kantana á brauðsneiðinni og sett á heita pönnuna. Gatið á brauðinu er síðan fyllt upp með rifnum osti og egginu slegið þar yfir. Að lokum kryddar þú brauðið að vild og berð fram. Hið fullkomna morgunverðarbrauð!

mbl.is