Stærstu mistökin sem fólk gerir í eldhúsinu

Mbl.is/facebook.com

Hvað skyldi það nú vera? Svarið blasir við og er einfalt að laga ...

Öll notum við hnífa í eldhúsinu en ansi margir gera þau stóru mistök að vera með bitlausan hníf. Því er hnífabrýni eitt það gagnlegasta sem þið getið fjárfest í og nokkuð sem mun skila sér margfalt því eldhússtörf verða svo miklu skemmtilegri þegar verkfærin okkar virka vel.

Besta ráðið er að brýna hnífinn alltaf rétt áður en eitthvað er skorið. Mikilvægt er að halla honum í 20 gráður og ef þið eruð ekki alveg með þetta á hreinu þá er myndband hér að neðan sem gott að horfa á.

mbl.is