Kaffistofufjölskyldan er vel þekkt í bransanum

Litla kaffistofan.
Litla kaffistofan. mbl.is/Golli

Mikil leynd hvíldi yfir hvaða aðilar það voru sem tóku við rekstri Litlu kaffistofunnar. Í gær var svo birt mynd af fjölskyldunni sem ætlar að ráðast í það skemmtilega verkefni að reka þennan þjóðkunna stað.

Einhverja rak í rosastans enda þarna á ferðinni þjóðþekkt andlit úr veitingabransanum með sjálfan Hlöðver Sigurðsson – stofnanda Hlöllabáta – í framlínunni.

Fjölskyldan seldi Hlöllabáta árið 2012 en er nú mætt aftur með látum og mega vegfarendur eiga von á góðu ef að líkum lætur.

mbl.is