Liturinn á svuntunni segir meira en þig grunar

Veistu hvað svörtu svunturnar standa fyrir á Starbucks?
Veistu hvað svörtu svunturnar standa fyrir á Starbucks? mbl.is/ZHANG PENG/GETTY IMAGES

Það er orðið langt síðan við fengum okkur bolla á eftirlætiskaffihúsinu Starbucks – en hefur þú tekið eftir því, að starfsmenn bera mislitar svuntur og sú svarta hefur sérstaka þýðingu.

Næst þegar þú heimsækir Starbucks og rekst á kaffiþjón með svarta svuntu skaltu spyrja hann eða hana um allt sem þig langar að vita um kaffi, því viðkomandi er Starbucks-vottaður kaffi-meistari. Að bera titilinn „kaffi-meistari“ þýðir að kaffiþjónninn er með sérþekkingu á Starbucks-kaffi – allt frá því hvernig það er bruggað yfir í sögu fyrirtækisins, þá veit þjónninn allt.

Það þykir ansi virðingarvert að bera svörtu svuntuna, en það er ekki hver sem er sem fær það. Viðkomandi þarf að hafa lokið margra tíma kennslustundum og smakkað á ótal kaffitegundum áður en kemur til þess að hann fái svuntuna um sig miðjan. Hljómar alls ekki sem leiðinlegt starf það! Viðkomandi þarf einnig að hafa mikinn áhuga á að deila þekkingu sinni á kaffi til viðskiptavina sinna, um bragð, sýrustig, ræktunaraðferðir, hvernig hitastig hefur áhrif á bragð og margt, margt fleira.

Starbucks-kaffiþjónar bera oftast græna svuntu fyrir utan „meistarana“, en eins má sjá þjóna með rauða svuntu yfir jólahátíðina. Fjólubláa svuntu bera þeir sem hafa verið valdir í prógrammið sem næstu kaffi-meistarar, en einungis 26 einstaklingar eru valdir í það heiðursverk á ári.

Svunta með ísaumuðum amerískum fána þýðir að þú sért að tala við fyrrverandi hermann eða maka fyrrverandi hermanns. Síðast en ekki síst er það græna svuntan með sérstaka merkingu sem táknar að viðkomandi kaffiþjónn tali táknmál. Nú þurfum við bara að skella okkur sem fyrst á Starbucks til að taka þetta allt saman út af eigin raun.

mbl.is/Shutterstock_HeinzTeh
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert