Svona áttu að geyma ís í frysti

Settu ísinn á hvolf áður en þú stingur honum aftur …
Settu ísinn á hvolf áður en þú stingur honum aftur inn í frysti. Mbl.is/GRACE LUXTON/TASTE OF HOME

Við elskum ís, en þegar hann byrjar að mynda litla ískristalla á toppnum, þá færist annað hljóð í mannskapinn. Svo hvað er til ráða?

Það er enginn annar en ísframleiðandinn Ben & Jerry’s sem veit svarið við þessari mikilvægu spurningu sem margir hafa spurt sig í gegnum tíðina. En þegar þú hefur skafið ís úr boxi, skaltu setja lokið á og snúa ísnum á hvolf áður en þú setur hann aftur inn í frysti. Þannig blandast bráðnaði hlutinn af ísnum saman við restina sem enn er hálffrosin og ísinn mun haldast rjómakenndur og eins og nýr, næst þegar þú tekur hann úr frysti. Takk fyrir þetta Ben & Jerry’s!

mbl.is