Fröllurnar sem fólk tryllist yfir

Hefur þú smakkað avókadó franskar?
Hefur þú smakkað avókadó franskar? Mbl.is/Instagram_@cookingwithayeh

Matgæðingar þarna úti eru að deila uppskriftum af avókadó frönskum sem fólk heldur ekki vatni yfir og þykja afskaplega ljúffengar. Uppskriftin er einföld, fljótleg og leyfir okkur að njóta avókadó á alveg nýjan máta.

Fröllurnar sem fólk tryllist yfir

 • Avókadó
 • Hveiti
 • Mjólk
 • Pankórasp
 • Sesam fræ
 • Svört sesam fræ
 • Lauksalt
 • Hvítlaukskrydd
 • Birkifræ
 • Sjávarsalt

Aðferð:

 1. Hitið ofninn á 200°C.
 2. Skerið avókadó í þykkar sneiðar.
 3. Setjið hveiti í eina skál, mjólk í aðra og pankórasp ásamt öðrum kryddum, í þá þriðju. Dýfið avókadósneiðum fyrst í hveitið, því næst mjólkina, síðan aftur í hveitið og aftur í mjólkina. Að lokum velturðu avókadóinu upp úr blandaða brauðraspinum þannig að allar hliðar séu húðaðar.
 4. Leggið avókadósneiðarnar á bökunarpappír á bökunarplötu og passið að þær snertist ekki. Penslið með ólífuolíu og eldið í 15-20 mínútur þar til gylltir og stökkir.
 5. Þegar avókadóinn er tilbúinn, stráið þá smá salti yfir og berið fram með uppáhalds ídýfunni þinni.
mbl.is