Pastelfrúin frá Bláa lóninu

Þrír nýjir kokteilar á matseðli á veitingastaðnum Moss í Bláa …
Þrír nýjir kokteilar á matseðli á veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu. mbl.is/Bláa Lónið

Fréttir berast frá náttúruundrinu Bláa lóninu um að Pastelfrúin sé mætt á matseðil – en barþjónar á veitingastaðnum Moss kynna þrjá litríka og létta sumarkokteila sem þú getur spreytt þig á heima. Einn af drykkjunum kallast „Pastelfrúin“ og uppskriftina má finna hér fyrir neðan.

Pastelfrúin frá Bláa lóninu

  • 4,5 cl tekíla
  • 4 cl greipsafi
  • 2 cl límónusafi
  • 2 cl sykursíróp
  • 1 eggjahvíta

Aðferð:

  1. Fyllið kokteilglas með klökum.
  2. Setjið öll hráefnin í hristara og hristið.
  3. Síið drykkinn úr hristaranum tvisvar ofan í glasið.
  4. Skreytið með greipaldini
Nýr kokteill sem kallast Pastelfrúin.
Nýr kokteill sem kallast Pastelfrúin. mbl.is/Bláa Lónið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert