Skyrtertan sem þykir sú allra besta

Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Það er engin önnur en Helena Gunnarsdóttir sem á heiðurinn af þessari uppskrift sem er í algjörum sérflokki. Við erum að tala um skyr með hvítu súkkulaði og Maltesers-kúlum, ferskum berjum og brakandi mjúkum botni.

Skyrterta með hvítu súkkulaði og Maltesers

  • 500 g KEA-vanilluskyr
  • 3 1⁄2 dl rjómi frá Gott í matinn
  • 1 vanillustöng
  • 150 g hvítt súkkulaði
  • 135 g Maltesers-kúlur (1 poki)
  • 200 g Lu bastogne-kanilkex
  • 100 g brætt smjör
  • bláber og jarðarber til skrauts

Aðferð:

  1. Myljið súkkulaðikúlurnar og kexið saman í frekar grófa mylsnu.
  2. Bræðið smjörið og hrærið því saman við mylsnuna.
  3. Þrýstið vel í botninn á lausbotna kökuformi.
  4. Kælið.
  5. Bræðið súkkulaðið varlega yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
  6. Skafið fræin úr vanillustönginni og setjið saman við rjómann og þeytið saman þar til stífþeyttur.
  7. Blandið rjómanum varlega saman við skyrið og bætið bræddu súkkulaðinu saman við.
  8. Hellið yfir kexbotninn og kælið í a.m.k. 2 klst.
  9. Losið úr forminu og skreytið með berjum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert