Mögulega heimsins besta brauðuppskrift

Einstaklega góð brauðuppskrift með bönunum og kókos.
Einstaklega góð brauðuppskrift með bönunum og kókos. Mbl.is/ninetyhealthy.com

Það finnast margar uppskriftir að bananabrauði, en þessi er mögulega með þeim betri – þá sérstaklega ef þú elskar líka kókos.

Mögulega besta brauðuppskriftin

 • 1 dós kókosmjólk
 • 1 dl sjóðandi vatn
 • 25 g ger
 • 150 g kókosmjöl
 • 1 tsk salt
 • 2 bananar
 • 800-900 g hveiti
 • olía til að smyrja formið

Aðferð:

 1. Blandið kókosmjólkinni saman við sjóðandi vatn.
 2. Sáldrið gerinu út í blönduna í stórri skál og bætið við kókosmjöli og salti.
 3. Maukið bananana með gaffli og hrærið þá saman með smá sítrónusafa og blandið þeim út í skálina.
 4. Hrærið hveitið í deigið og hnoðið þar til mjúkt og slétt.
 5. Setjið deigið í smurt brauðform og látið hefast í klukkutíma.
 6. Bakið við 175° í 40 mínútur. Látið kólna á bökunarrist.
mbl.is