Besta „life-hack“ allra tíma

Mögulega besta „life- hack“ allra tíma. Hér sýnum við ykkur …
Mögulega besta „life- hack“ allra tíma. Hér sýnum við ykkur hvernig þú umhellir vökva án þess að sulla niður. Mbl.is/TikTok_Rajmin2025

Við gefum öllum „life-hack“-snillingunum þarna úti gott klapp á bakið – fyrir að auðvelda okkur lífið í eldhúsinu og víðar ef því er að skipta. Hvar værum við án ykkar? Mögulega að sulla djús yfir borðið eins og við sjáum í þessu tilviki. En ekki lengur, því þetta frábæra ráð mun fá þig til að hætta efast um sjálfan þig í eldhúsinu.

Hver hefur ekki lent í því að vera að umhella yfir í flösku og það sullast allt út um allt? Lesandi góður, ekki örvænta því hér er ráð til að hætta öllum subbuskap. Þú einfaldlega dregur fram langan pinna og leggur niður flöskuhálsinn (þó ekki alla leið niður) og hellir vökvanum yfir í flöskuna. Vökvinn mun dragast að pinnanum og því leka beint niður í flöskuna sjálfa en ekki yfir allt borðið.

Svo pirrandi þegar allt sullast út á borð.
Svo pirrandi þegar allt sullast út á borð. Mbl.is/TikTok_Rajmin2025
Pinni ofan í flöskuhálsinn og málið er leyst.
Pinni ofan í flöskuhálsinn og málið er leyst. Mbl.is/TikTok_Rajmin2025
mbl.is