Salsiccia-gerð garðveisla í Reykjavík

Áslaug og Eirný slógu í heljarinnar garðveislu nú á dögunum.
Áslaug og Eirný slógu í heljarinnar garðveislu nú á dögunum. Mbl.is/Áslaug Snorradóttir

Þegar matgæðingar halda garðveislu, þá verður útkoman að listrænum viðburði þar sem öllu er tjaldað til. Áslaug Snorradóttir og Eirný Sigurðardóttir töfruðu fram stórkostlega veislu sem fangaði bragðlaukana og við fengum að „smakka“.  

„Við skelltum í grillveislu í garðinum með mjög litlum fyrirvara og nágrannar voru dregnir í partíið,“ segir Eirný í samtali. „Áslaug var nýbúin að fá helling af ótrúlegu íslensku grænmeti og vildum við hafa þetta ferskt, litríkt, sumarlegt og stútfullt af næringu,“ segir Eirný – en grænmetið er fengið hjá Nonna í Mosskógum að sögn Áslaugar sem segir: „Radísur, hnúðkál sem varð að steikum, kartöflur sem úr varð æðislegt og öðruvísi salat - skjaldfléttu-pesto með Feyki-osti, blitzað grænmeti o.fl.“ Og við hér á matarvefnum fáum vatn í munninn!

Salsiccia pylsur frá Roberto Tariello í Þykkvabæ og þykja mesta …
Salsiccia pylsur frá Roberto Tariello í Þykkvabæ og þykja mesta hnossgæti. Mbl.is/Áslaug Snorradóttir

En það er ekki grillveisla nema það séu pylsur og hefur Eirný ekki borðað unnar kjötvörur í 100 ár eða svo, að eigin sögn. Og það er hér sem að Salsiccia-pylsurnar koma til sögunnar, en það er hægt að kaupa ferskar Salsiccia-pylsur frá Roberto Tariello í Þykkvabæ, sem eru bara kryddaðar - ferskar grófhakkað kjötpylsur, með engum ofnæmisvöldum. „Roberto er frá Suður-Ítalíu og hefur verið að framleiða æðislegar handverks kjötvörur í vinnslu sinni í Þykkvabæ í næstum 10 ár. Salami, Pancetta, Guanciale fyrir ekta Carbonara og svo núna klassískar Salsiccia-pylsur,“ segir Eirný. „Þykkvabærinn að verða gúrmesvæði,“ bætir Áslaug við.

Íslenskar radisur með smjöri og salti var salat dagsins.
Íslenskar radisur með smjöri og salti var salat dagsins. Mbl.is/Áslaug Snorradóttir

Grillaðar Salsiccia-pylsur og karöflusalat var það sem var á boðstólum, en það þarf alltaf meira þegar þessar tvær gullkonur koma saman. „Við vorum með báðar pylsutegundirnar á grillinu - klassíska með fennelfræjum og timjan, og svo eina sterkari með chili og rósmarín,“ segir Eirný. Eins var skellt í ostabræðing á grillinu, en þar notaði ég Búra þar sem hann hefur fituna sem þarf og góðan bræðslueiginleika - og blandaði saman við Jarl til að gefa meira bragð,“ segir Eirný. Það er óhætt að segja að hér hafi verið um ekta sælkeraveislu að ræða, eins og þeim vinkonunum einum er lagið. Þeir sem vilja fylgjast með ævintýrum úr eldhúsinu hjá Áslaugu og Eirnýju, geta fylgst með á síðunni þeirra HÉR, en þær deila hér einnig með okkur tveimur gúrme uppskriftum úr veislunni.

Kartöflusalat með tómat

  • 300 g soðnar kartöflur (rauðar í uppáhaldi)
  • 3 miðlungsstórir vel þroskaðir tómatar (plómu- eða bufftómatar virka vel)
  • 150 ml ólífuolía
  • 1 msk. gott edik
  • 4 msk. vegan-majones
  • 3 msk. heilkorna sinnep
  • 1 msk. ferskt timjan eða 1/2 tsk. þurrkað timjan
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Flysjið hýði af tómötum með því að skera rauf í hýðið og setjið svo í sjóðandi vatn í 20-30 sekúndur. Hýðið á þá að losna auðveldlega frá. Ef ekki hafið aðeins lengur í sjóðandi vatni.
  2. Grófsaxaðir flysjaðir tómatar settir saman í skál með timjan og ediki og maukað með töfrasprota. Ólífuolíu hellt hægt saman við með töfrasprota í gangi.
  3. Majónes, sinnep og salt og pipar eftir smekk hrært saman við tómatmaukið.

Skjaldfléttu Salsa

Einfalt og gott þar sem bragðið af skjaldfléttu minnir á sítrónu og pipar þá þarf mjög fá hráefni. Hægt er að nota hundasúrur í stað skjaldfléttu og það má einnig sleppa ostinum og setja þá jafnvel smá saxaðan vorlauk í staðinn.

  • 2 lúkur af skjaldfléttu laufblöð og blóm
  • 1 lúka steinselja
  • 2/3 msk. kapers
  • 100 g Feykir ostur
  • 200-250 ml ólífuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Rífið eða saxið smátt ostinn, saxið skjaldflettu, steinselju og kapers og setjið allt saman við olíuna. Salt og pipar eftir smekk.
Mbl.is/Áslaug Snorradóttir
Áslaug kom með æðislegt hnúðkál á borðið sem Eirný skar …
Áslaug kom með æðislegt hnúðkál á borðið sem Eirný skar í þykkar „steikar“ sneiðar og skellti á grillið. Einfalt og gott, og borið fram með Skjaldflettu salsa. Mbl.is/Áslaug Snorradóttir
Eirný segir grænmeti á pinnum vera ómissandi, og góða leið …
Eirný segir grænmeti á pinnum vera ómissandi, og góða leið til að fá krakka til að hjálpa við undirbúning. Mbl.is/Áslaug Snorradóttir
Mbl.is/Áslaug Snorradóttir
Mbl.is/Áslaug Snorradóttir
Mbl.is/Áslaug Snorradóttir
Mbl.is/Áslaug Snorradóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert