Trixið sem sparar tíma í eldhúsinu

mbl.is/Getty Images

Til er það trix sem er einstaklega einfalt og snjallt. Það auðveldar eldhússtörfin – þá ekki síst eldamennskuna og sparar umtalsverðan tíma.

Trixið er að hafa alltaf auka disk við höndina fyrir það sem fellur til af hráefninu. Svokallaðan rusldisk. Við það sparast ferðirnar að ruslatunnunni og handtökunum fækkar. Flestir atvinnukokkar eru alltaf með rusldisk og við mælum með að þú prófir það næst þegar þú eldar.

Ætla má að goðsögnin Julia Child hafi alltaf notað rusldisk.
Ætla má að goðsögnin Julia Child hafi alltaf notað rusldisk. mbl.is/Paul Child/WGBH
mbl.is