Hvað á að gera við sítrónuna?

Mbl.is/rajmin2025

Súrar en afskaplega sætar - og nytsamar í ýmsa rétti sem og þrif. Hér erum við að vitna í sítrónur, ef einhver var að velta því fyrir sér.

Oftast er við notum sítrónur í matargerð, þá situr helmingurinn af ávextinum eftir. Og þar sem við spornum við allir matarsóun, þá má auðveldlega nota hinn helminginn í þrif eins og við höfum sagt ykkur frá hér á matarvefnum. Nú eða leggja inn í ísskáp, þar til seinna. En þegar sítrónuhelmingurinn stendur í kæli, þá á hann til að mygla ansi fljótt. Og hvað er til ráða? Jú, við nuddum sítrónunni upp úr grófu salti og geymum hana þannig inn í ísskáp – því þá myglar hún síður eða tekur sér mun lengri tíma í verkið.

Mbl.is/rajmin2025
Mbl.is/rajmin2025
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert