Kökuskraut eins og fagmenn gera það

Það er auðveldara en við höldum að leika bakarameistara í …
Það er auðveldara en við höldum að leika bakarameistara í eldhúsinu. Mbl.is/TikTok_rajmin2025

Langar þig að koma á óvart í næstu veislu? Þá getur þú auðveldlega gert þitt eigið kökuskraut sem fær gestina til að gapa yfir. Hér sýnum við ykkur hvernig þú getur á auðveldan máta búið til sykurskraut á pönnu.

Byrjið á því að hella sykri á kalda pönnu og mótið til með litlu áhaldi í það form eða bókstaf sem þú óskar eftir.

Mbl.is/TikTok_rajmin2025

Þegar þú ert ánægð/ur með útkomuna, þá máttu kveikja undir pönnunni og leyfa henni að hitna.

Mbl.is/TikTok_rajmin2025

Sykurinn mun bráðna saman og dökkna – þá er skrautið tilbúið. Fjarlægið varlega af pönnunni eða látið kólna alveg á pönnunni.

Mbl.is/TikTok_rajmin2025

Skreytið köku eða annað að vild - þú ert hér með orðinn kökuskreytingameistari!

Mbl.is/TikTok_rajmin2025
mbl.is