Matarmenn færa okkur vikumatseðilinn

Anton og Bjarki standa á bak við síðuna Matarmenn sem …
Anton og Bjarki standa á bak við síðuna Matarmenn sem nýtur mikilla vinsælda hjá matgæðingum. Mbl.is/Mynd aðsend

Það eru fáir betri í að setja saman matseðil vikunnar eins og Matarmenn – þeir Anton og Bjarki. En þeir félagar elska ekki bara að borða góðan mat, því þeir hafa gríðarlega ástríðu fyrir matreiðslu af ýmsu tagi.

Hugmyndin að Matarmönnum varð til í matarboði yfir góðri máltíð, og sennilega enn betra rauðvínsglasi, segja þeir félagar í samtali. „Fljótlega fór boltinn að rúlla og síðan þá höfum við tekist á við fjöldann allan af mismunandi verkefnum - en í grunninn snýst þetta alltaf um að hafa gaman, elda dýrindis máltíðir frá grunni og sýna fólki frá ferlinu í story á Instagram“, segja þeir Anton og Bjarki.

Nýjasta verkefni Matarmanna er netverslunin Verma.is sem þeir opnuðu með konunum sínum þann 12. ágúst síðastliðinni. „Það var virkilega ánægjulegt að opinbera loksins síðuna okkar en við höfum unnið að þessu verkefni í tíu mánuði og fer verslunin virkilega vel af stað og lofar góðu“, segja Anton og Bjarki. Verma leggur mikla áherslu á persónulega þjónustu og upplifun viðskiptavina. Verma býður jafnframt upp á fría heimsendingu um land allt, sem og samdægurs afhendingu á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og má skoða nánar HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert