Trixið sem bjargar þér frá mygluðu brauði

Hvernig komumst við best hjá því að brauðið mygli?
Hvernig komumst við best hjá því að brauðið mygli? Mbl.is/TikTok_rajmin2025

Það er stórkostlegt þegar matvörur vinna saman að því að styrkja hvor aðra - eins og við sjáum hér þegar grænmeti heilsar upp á venjulegt heimilisbrauð og spornar við að það byrji að mygla.

Það gerist á flest öllum heimilum að brauðpokinn okkar byrjar að mygla án þess að við náum að verða þess var. Þá er þetta sniðuga ráð hér til bjargar! Það má víst stinga einni sellerístöng niður í brauðpokann til að brauðið haldist lengur ferskt og mjúkt.

Sellerí leysir allan vandann!
Sellerí leysir allan vandann! Mbl.is/TikTok_rajmin2025
mbl.is