Ofureinföld smjördeigshorn fyllt með klettasalat og pesto

Ljósmynd/María Gomez

Meistari María Gomez er hér með dásamleg smjördeigshorn sem vert er að prófa. Hún gerir þau lítil þannig að þau eru fullkomin í nestisboxið – hvort heldur í skólann eða vinnuna.

Pesótið frá Pesto.is er alíslenskt og algjörlega frábært… við hvetjum ykkur svo sannarlega til að prófa.

Ofureinföld smjördeigshorn fyllt með klettasalat og kasjúhnetupesto

Míní Smjördeigshorn með Fjallkonumær pesto

  • 1 pakki frosið smjördeig 
  • 1 dós af Fjallkonupesto frá pesto.is
  • Rifinn mozzarella ostur 

Parmesan brauðostastangir 

  • 1/2-1 pakki af frosnu smjördeigi 
  • Rifinn parmesan ostur 

Aðferð

Mini Smjördeigshorn með Fjallkonumær pesto

  1. Afþýðið smjördeigið en það tekur um 30 mín ef þið takið það úr pakkanum og takið plöturnar í sundur 
  2. Fletjið ferningin svo aðeins út með kökukefli en ekki samt of þunnt 
  3. Skerið svo í þríhyrninga eins og gert er þegar gerð eru skinkuhorn (getið séð hér hvernig)
  4. Setjið svo eins og 1/2-1 tsk. af Fjallkonumær pesto á endann og smá rifinn ost ofan á
  5. Rúllið því svo upp í horn og gott er að klípa endana saman svo það leki ekkert úr þeim 
  6. Bakist í 15-20 mín við 200°C hita (blástur) eða 210°C ef þið eruð ekki með blástursofn
  7. Leyfið þeim svo að kóln eins og í um 30 mín 

Parmesan brauðostastangir 

  1. Takið eina plötu af afþýddu smjördeigi og skerið hana langsum í eins og 1-2 cm lengjur, endurtakið svo við hverja plötu.
  2. Snúið svo upp á lengjuna með því að snúa sitthvorn endanum í sitthvora áttina þar til er svona eins og rúllað upp á hana.
  3. Raðið þeim á bökunarplötu og spreyið svo með vatni og dreifið rifnum parmesan osti strax yfir.
  4. Gott er svo að rúlla þeim upp úr ostinum sem fór niður með hliðunum á plötuna.
  5. Stingið inn í 200°C heitan blásturs ofn eða 210°C án blásturs í um 15-20 mínútur.
  6. Látið svo kólna í eins og 20 mínútur og berið fram með Fjallkonumær pesto eða pesto.is hummus til að dýfa í.

Punktar

Sölustaðir Pesto.is eru Mosfellsbakarí, Matarbúðin Nándin Hafnarfjörður, Passion og frú Lauga í Reykjavík, GK bakarí og Fesía Selfossi, Vigtin Bakhús Vestmannaeyjar, Hérastubbur bakarí Grindavík, Sveitabúðin UNA Hvolsvelli og nú líka fáanlegt í Hagkaups verslunum

Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert