Bragðgóð beigla að hætti Önnu Mörtu

Stórkostlega bragðgóð beigla í boði Önnu Mörtu.
Stórkostlega bragðgóð beigla í boði Önnu Mörtu. mbl.is/Anna Marta

Beiglur mættu án efa vera oftar á borðum – því þær eru bragðgóðar og þar fyrir utan, skemmtilegar að borða. Sérstaklega þegar þær eru samsettar með einstökum hráefnum eins og við sjáum hér. En þessi uppskrift er í boði Önnu Mörtu sem notar döðlumauk og pestó úr eigin framleiðslu og beiglan verður einstaklega „djúsí“. 

Bragðgóð beigla að hætti Önnu Mörtu

 • Beigla, ristuð
 • 1 msk pestó frá ANNA MARTA
 • 1 msk döðlumauk frá ANNA MARTA
 • ½ lítið avókadó
 • 1 tómatur
 • ½ rauð papríka
 • 1 egg

Aðferð:

 1. Ristið beigluna, skerði grænmetið niður og steikið egg á pönnu.
 2. Smyrjið pestó og döðlumauki á beigluna.
 3. Raðið grænmetinu á, ásamt egginu.
 4. Bætið við meira af pestó og döðlumauki ef þess er þörf. 
 5. Kryddið með grófum svörtum pipar.
Hér er það döðlumaukið og pestóið sem setja punktinn yfir …
Hér er það döðlumaukið og pestóið sem setja punktinn yfir i-ið. mbl.is/Anna Marta
Líkamsræktar- og matarþjálfarinn Anna Marta.
Líkamsræktar- og matarþjálfarinn Anna Marta. mbl.is/Anna Marta
mbl.is