Ískalt samstarf Tyra Banks og Lionel Richie

Nýtt samstarf hjá ofurfyrirsætunni Tyra Banks og söngvaranum Lionel Richie.
Nýtt samstarf hjá ofurfyrirsætunni Tyra Banks og söngvaranum Lionel Richie. Mbl.is/Smize Cream

Nýjasta bragðtegund ísmerkis ofurfyrirsætunnar Tyra Banks, er sérstakt samstarf við söngvarann Lionel Richie.

Ný bragðtegund - All Night Love.
Ný bragðtegund - All Night Love. Mbl.is/Smize Cream

Það var fyrr á þessu ári sem Tyra Banks opnaði sitt eigið ísmerki, SMiZE Cream, og nýjasta viðbótin í bragðflóruna kallast „All Night Love“, í samstarfi við Lionel Richie. Hér um ræðir vanilluís í botninn, kökumulning, saltkaramellu og mjólkursúkkulaðihúðuð hjörtu.

Tara segir í viðtali að hún hafi alla tíð verið mikill aðdáandi Lionel, og vonist til að fólk muni njóta ísblöndunnar sem er innblásin af tónlist og líflegum persónuleika söngvarans. En flest allir ættu að kannast við lagið „All Night Long“ sem Lionel gerði heimsfrægt árið 1983.mbl.is