Svona fullkomnar þú hamborgarann

Hráefni má líka vera skemmtilegt ásjónu, t.d. á hamborgaranum.
Hráefni má líka vera skemmtilegt ásjónu, t.d. á hamborgaranum. Mbl.is/TikTok_rajmin2025

Hvað er uppáhaldshráefnið þitt á hamborgara? Ef það er egg og paprika, þá er þetta hér fyrir þig.

Þetta æðislega trix dugar ekki bara á hamborgarann þinn, því það hentar einnig vel í brönsinn, á samlokuna, sem morgunmatur  –  eða í raun við öll þau tilefni þar sem þig langar í egg og papriku.

  • Hér er paprikan skorin í sneiðar og henni er raðað á heita pönnuna.
  • Einu eggi er slegið ofan í hverja paprikusneið og látið bakast á pönnunni. Munið að krydda yfir eggið ef vill.
  • Eggja-paprikan er tekin af pönnunni og sett á hamborgarann eða beint á diskinn.
  • Ekki bara ljúffengt, heldur líka gómsætt fyrir augað.
Mbl.is/TikTok_rajmin2025
mbl.is