Óvæntasti bjór síðari ára kominn á markað

Bjór sem inniheldur majónes og tómata - myndir þú vilja …
Bjór sem inniheldur majónes og tómata - myndir þú vilja smakka? Mbl.is/Champion Brewing

Við elskum majónes! Og greinilegt að fleiri eru á sama máli, þar sem nú finnst bjór á markaði sem er bruggaður með majónesi.

Majónes framleiðandinn Duke’s Mayonnaise og bruggverksmiðjan Champion Brewery Company hafa tekið höndum saman í nýju samstarfi sem tekur majónesupplifunina lengra. Markaðsstjóri Duke segir í fréttatilkynningu að þetta nýja samstarf standi undir nafni, að vera bæði suðrænt og djarft. Hér eru sólþurrkaðir tómatar, safaríkir tómatar, stökkt beikon og nóg af majónesi sem hrærist saman í ferskum öl og má segja að uppskriftin sameini í raun allt það sem sumarið stendur fyrir. Bjórinn kallast Family Recipe, og var kynntur til leiks þann 20. ágúst síðast liðinn við góðar undirtektir.

Fréttaefnið birtist upphaflega á foodandwine.com.

mbl.is