Hvenær er best að búa um rúmið?

Í fullkomnum heimi fer maður á fætur á morgnana, býr um rúmið og þannig byrjar dagurinn. En samkvæmt breska rúmsambandinu (sem er alvörustofnun) er það mögulega það versta sem þú getur gert.

Að sögn sérfræðinganna hjá rúmsambandinu borgar sig alls ekki að búa um rúmið heldur þarf dýnan að fá að anda og þorna eftir nóttina þar sem meðalmanneskjan svitnar umtalsvert á nóttunni. Betra væri að fjarlægja sæng og kodda og leyfa dýnunni að jafna sig í ró og næðia.

Sé búið um rúmið strax getur myndast raki og mygla í dýnunni, sem við viljum alls ekki.

Þar höfum við það ... alls ekki búa um rúmið.

mbl.is