Fór í fangelsi fyrir að biðja eiginmanninn að þrífa

Valerie og eiginmaður hennar á meðan allt lék í lyndi.
Valerie og eiginmaður hennar á meðan allt lék í lyndi. mbl.is/Metro

Kona nokkur eyddi 17 klukkustundum í fangaklefa eftir að hafa beðið manninn sinn að taka þátt í húsverkunum, sem féll ekki vel í kramið hjá eiginmanninum.

Valerie Sanders var vistuð í fangageymslu lögreglu fyrir óstjórnlega hegðun, er hún skildi eftir minnismiða út um allt hús þeirra hjóna, þar sem hún biður eiginmann sinn um að taka til hendinni. Hún bað hann til dæmis að þrífa útihurðirnar á húsinu í staðinn fyrir bílinn sinn sem virtist vera það eina sem hann passaði vel upp á.

Dómari vísaði málinu á bug er hún neitaði sök, en Valerie fékk á sig tveggja ára nálgunarbann. Eiginmaður hennar, sem er fyrrverandi fangavörður, sagði Valerie stanslaust hafa verið að atast í sér með að þrífa – hún skildi ryksuguna eftir úti á gólfi, sem og aðrar þrifgræjur og ætlaðist til að hann tæki til hendinni, þá sérstaklega út af hundunum sem þau eiga.

Það skal engan undra en hjónin eru í dag skilin að borði og sæng, enda ættu húsverkin að skiptast jafnt á þá sem deila heimili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert