Dularfullar auglýsingar hjá Nóa Síríus

Undanfarna daga hafa heldur óræðar auglýsingar birst frá Nóa Síríus og hafa viðbrögðin á samfélagsmiðlum ekki látið á sér standa þar sem fólk giskar á hvað í vændum sé.

Eitthvað hefur það með súkkulaðið Eitt sett að gera því liturinn og mynstrið er eins en hvað búið er að gera við settið er ekki á hreinu, en verður afhjúpað innan skamms að sögn forsvarsmanna Nóa Síríus.

Spennandi er það því fátt vekur jafn mikið umtal og nýtt íslenskt nammi enda fátt betra.

mbl.is