Hörður Jóel lagði allt á sig fyrir vöfflurnar

Hörður Jóel Jóngeirsson.
Hörður Jóel Jóngeirsson.

Menn eru miskappsfullir nema hvatningin sé þeim mun betri og það eru fáir sem toppa Hörð Jóel Jóngeirsson sem árið 2016 sagðist vinna leiki fyrir vöfflurnar.

Núna mörgum árum síðar er Vilko með gjafaleik þar sem viðtalið við Hörð Jóel er rifjað upp og fólki gefst tækifæri á að vinna Evrópuferð fyrir tvo.

Okkur finnst nú að vinningurinn ætti frekar að vera ársskammtur af vöffludufti enda vont að verða vöfflulaus þegar síst skyldi.

mbl.is