Heimabaksturinn sem setti allt á hliðina

Ljósmynd/María Gomez

Nesti getur verið misgott og hér erum við með heimabakstur sem er í algjörum sérflokki. Við erum að tala um litla pítsuhálfmána sem fylltir eru með allskonar góðgæti. Það er María Gomez á Paz.is sem á heiðurinn að þessari snilld sem ætti að slá í gegn í hvaða nestistíma sem er.

Hollir og góðir míní pizzahálfmánar

 • 300 g fínt Spelt frá MUNA
 • 1 tsk. fínt salt
 • 1 msk. vínsteinslyftiduft
 • 350 g grísk jógúrt

Fylling

 • 3 msk. tómatpúrra frá MUNA
 • 3 msk. heitt vatn
 • 1/2 tsk. fínt salt
 • 1 msk. MUNA agave síróp
 • 1 tsk. þurrkað oregano
 • 2 dl rifinn mozzarella ostur
 • 10 sneiðar pepperóní

Aðferð

Deig

 1. Blandið saman spelti, salti og vísnteinslyftidufti og hrærið með skeið saman.
 2. Bætið svo jógúrtinni út í og hnoðið í kúlu.
 3. Fletjið svo deigið út í þunnan ferning og skerið út hringi með hringskera eða glasi, ég notaði hringskera sem var 8 cm í þvermál.
 4. Takið svo allt umframdeig sem verður eftir á milli hringjanna og fletjið það út og skerið fleiri hringi úr því þar til allt deigið er búið.
 5. Mér fannst síðan gott að fara aðeins yfir hringina aftur með kökukeflinu til að fá þá aðeins þynnri og ögn stærri.

Fylling

 1. Byrjið á að sjóða vatn og setja tómatpúrru í stóra skál.
 2. Hellið svo heita vatninu út í tómatpúrruna og hrærið vel saman og bætið svo agave, salti og oregano saman við og hrærið vel saman.
 3. Setjið næst ostinn og klippið pepperóní út í og hrærið öllu vel saman í skálinni.

Samsetning og bakstur

 1. Stillið ofninn á 190°C blástur eða 200°C ef þið eigið ekki blástursofn.
 2. Setjið svo 1 tsk af fyllingu á miðjan deighring og brjótið svo hringinn saman í tvennt og klemmið á endunum annað hvort með puttunum eða getið líka notað gaffal.
 3. Passið að hver hálfmáni sé vel lokaður á endunum svo það leki ekki fyllingin úr.
 4. Raðið svo á bökunarplötu með smjörpappa og stingið í ofninn í 12-15 mínútur eða þar til hálfmánarnir eru orðnir fallega gylltir.
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is