Kjúklingarétturinn sem slær alltaf í gegn

Ljósmynd/Le Creuset

Þessi réttur er svo skemmtilegur að það er leitun að örðu eins. Reyndar elskum við flestar uppskriftir þar sem stepujárn leikur burðarhlutverk enda er það svo skemmtilegur eldunarmáti. Það tekur sirka 10 mínútur að undirbúa hráefnin og svo fær rétturinn að malla í tæpa tvo tíma í ofninum. Allt í einum potti. Algjörlega dásamlegt!!!

Kjúklingarétturinn sem slær alltaf í gegn

 • 1 kjúklingur
 • 1 tsk. ólífuolía
 • 4 sneiðar af beikoni, gróft skornar
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 bolli perlulaukar, skrældir og skornir til helminga
 • 6 greinar af timian
 • 2 lárviðarlauf
 • 2 sellerístilkar, gróft skornir
 • 4 gulrætur, gróft skornar
 • salt og pipar
 • 500 ml kjúklingasoð

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 165°C.
 2. Notið sporöskjulagaðan steypujárnspott. Setjið olíuna í pottinn og hitið. Bætið beikoni, hvítlauk og perlulaukum. Hrærið reglulega í og steikið í 5-10 mínútur þar til laukarnir eru farnir að mýkjast.
 3. Bætið við timían, lárviðarlaufum, sellerí og gulrótum. Haldið áfram að hræra í 2-4 mínútur.
 4. Leggið kjúklinginn yfir. Látið bringuna snúa upp og kryddið með salti og pipar.
 5. Hellið soðinu í pottinn.
 6. Setjið lokið á pottinn og setjið inn í ofn.
 7. Látið malla í 90 mínútur. Gott er að ausa kjúlinginn reglulega með soðinu.
 8. Takið lokið af pottinum, hækkið hitann í 190°C í 20 mínútur. Kjarnhiti ætti að vera 74°C.
 9. Takið úr ofninum og berið fram með góðu salati.
mbl.is