Lyre’s loksins komið til landsins

Flestir hafa einhvern tíman verið í þeim sporum að langa til að skála í sínum uppáhaldsdrykk við skemmtilegt tilefni en myndu heldur kjósa upplifunina án áfengisáhrifa. Ástralska drykkjarframleiðandanum Lyre’s hefur nú tekist að gera mögulegt það sem áður var talið ómögulegt, og gott betur, því hér er kominn einn stærsti og metnaðarfyllsti framleiðandi 0% sterkra drykkja í heiminum.

Hér liggur styrkurinn í bragðgæðunum, ekki vínandanum, í þrettán tegundum af óáfengum drykkjum. Sólrún María Reginsdóttir hjá Akkúrat segir að frá upphafi hafi markmið Lyre’s verið að allir geti notið þess að drekka og skemmta sér – með og án áfengis. „Fyrir ekki svo löngu kom sú ákvörðun að velja áfengislausan drykk nær undantekningarlaust niður á bragðinu og þar með upplifuninni. Lyre’s boðar breytta tíma í þessum efnum. Við finnum fyrir mjög miklum áhuga í veitingabransanum og hjá fólki almennt á að geta fengið sína eftirlætis kokteila og blandaða drykki ýmist í 0% útgáfu eða með minna áfengismagni.‟

Heitið Lyre’s er engin tilviljun en það er sótt til lýrufuglsins sem getur líkt óaðfinnanlega eftir söng rúmlega tuttugu annarra fuglategunda. Lyre’s hefur tekist fullkomnlega að líkja eftir klassískum drykkjum og Dry London Spirit, American Malt og White Cane Spirit frá Lyre’s gefa góðu gini, viskíi eða ljósu rommi ekkert eftir. Lyre’s drykkirnir eru margverðlaunaðir um allan heim og hlutu meðal annars tíu verðlaun á San Fransisco World Spirits Competition árið 2020, en þar kepptu þeir á móti áfengum drykkjum.

Gríðarlegur metnaður liggur að baki Lyre’s drykkjunum, bæði með tilliti til hráefnisins sem er valið af kostgæfni, angan, útlits og karakters hvers drykks. Allir drykkirnir eru vegan og innihalda mun færri kaloríur en áfengir drykkir enda enginn vínandi, sem er að upplagi sykur, til staðar. Í gegnum allt ferlið skín hugsjónin um að bjóða fólki frelsi til að hafa val um að drekka góða 0% drykki með 100% skýrum huga.

„Margir íslenskir veitingastaðir hafa nú þegar pantað sér fyrstu flöskurnar og við hlökkum til að taka á móti Lyre’s fólki nú í haust sem ætlar að halda námskeið fyrir fólk í veitingageiranum þar sem við lærum af Lyre’s og hvert öðru, að blanda klassíska og nýstárlega 0% drykki. Af 50 vinsælustu kokteilum í heimi er hægt að blanda 90% þeirra með Lyre’s sem er eftirsóknarverður kostur fyrir veitingastaði og bari sem geta þá boðið upp á drykkinn með eða án áfengis,” bætir Sólrún María við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert