Svona áttu að þvo íþróttafötin þín

mbl.is

Mikilvægt er – sama úr hvernig efni íþróttafötin eru – að henda þeim ekki í óhreina tauið þegar heim er komið. Þá eiga þau til að liggja þar svo dögum skiptir, oftast hálfblaut og verða gróðrastía fyrir bakteríur. En það eru einmitt bakteríur sem valda vondri lykt.

Best er að leggja fatnaðinn þannig að vel lofti um hann og hann þorni helst strax. Þá jafnvel þarf ekki að þvo hann eftir hverja notkun.

mbl.is