Hjónabandssælan sem gerir allt betra

Ljósmynd/María Gomez

Góð hjónabandssæla stendur ávallt fyrir sínu og hér er það engin önnur en María Gomez á Paz.is sem deilir með okkur uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá henni.

Hjónabandssæla

 • 4 dl tröllahafrar
 • 3 dl fínt spelt eða hveiti
 • 1 dl hrásykur
 • 2 dl púðursykur
 • 1 tsk. matarsódi
 • 1 tsk. fínt borðsalt
 • 190 g smjör
 • 1 egg
 • 400 g rabarbarasulta
 • 2-3 tsk. hrásykur til að dreifa yfir fyrir bakstur

Aðferð:

 1. Skerið kalt smjör í teninga og setjið með öllum hráefnunum nema egginu í matvinnsluvél eða blandara og hrærið þar til orðið að grófri mylsnu
 2. Bætið þá egginu út í og ýtið nokkrum sinnum á púlstakkann þar til allt er svona frekar gróf mylsna
 3. Smyrjið eldfast mót með smjöri og þjappið helmingnum af deiginu á botninn með því að nota puttana
 4. Smyrjið svo sultunni jafnt yfir allan botninn
 5. Takið svo afganginn af deiginu og myljið jafnt yfir sultuna og dreifið eins og 2-3 tsk. af hrásykri jafnt í þunnu lagi yfir allt (gefur toppnum stökkleika).
 6. Bakið á 190°C blæstri eða 200°C án blásturs í 35-40 mínútur.
Ljósmynd/María Gomez
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »