Stærstu mistökin sem fólk gerir þegar það eldar kjöt

mbl.is/Line Falck

Hér er ekki verið að tala eingöngu um stórsteikur heldur allt kjöt! En mistökin sem flestir gera þegar þeir elda kjöt er að kjötið kemur beint úr kæli og er alltof kalt.

Það veldur því að kjötið þarf lengri eldunartíma og verður einnig miklu þurrara.

Þetta er því ekki flókið. Munið bara að taka allt kjöt sem á að elda úr kæli nokkru áður en það fer á sjóðheita pönnuna og þannig fáið þið betra hráefni sem skilar sér í betri mat.

mbl.is