Fyrir þá sem elska danskt smörrebrauð

Hver elskar ekki ekta danskt smörrebrauð!
Hver elskar ekki ekta danskt smörrebrauð! Mbl.is/Aamanns

Við heyrum af Íslendingum flykkjast erlendis þessa dagana og þar á meðal á danska grundu. Það eru fáir sem láta ekta smörrebrauð framhjá sér fara, og þá er þetta besti staðurinn til að heimsækja.  

Aamanns opnaði sinn fyrsta stað árið 2006 og síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar. Veitingastaðurinn hefur stækkað og opnað víðsvegar um borgina, sem og á Kastrup flugvelli þar sem margur Íslendingurinn hefur látið sjá sig. En Aamanns er staður sem býður upp á besta smörrebrauðið að mati Michelin kokka þar í landi. Litlu brauðin eru ekki bara þau bestu á bragðið, því þau eru líka eins og listaverk að sjá. Á Aamanns má þó einnig fá ýmsa aðra klassíska danska rétti.

Það var svo fyrr á þessu ári sem Aamanns Gadekøkken opnaði í Christianshavn, og bjóða upp á alla vinsælustu rétti veitingastaðarins í „street-food“ útgáfu. Það má skoða Aamanns nánar HÉR.

Mbl.is/Aamanns
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert