Ruslatunnurnar sem þykja þær flottustu

Ruslatunna getur verið heilmikið heimilisprýði ef þær eru vel hannaðar og fremstar í flokki fagurra ruslatunna eru án efa Totem tunnurnar frá Joseph Joseph.

Tunnurnar eru marghófla með endalausum flokkunarmöguleikum og eru svo fagurlega hannaðar að slegist er um þær.

Joseph Joseph hefur lengi verið leiðandi í hönnun fallegra og snjallra eldhúsaukahluta sem hafa verið fáanlegir hér á landi í fjöldamörg ár og notið mikilla vinsælda.

Hægt er að fá Totem tunnurnar bæði í 40 lítra stærð sem og 60 lítra og verður að segjast eins og er að þær sóma sér vel í hvaða eldhúsi sem er.

Totem ruslatunnurnar fást hér á landi í Kokku.

mbl.is