Eva Longoria setur sitt eigið tekíla á markað

Svo virðist sem nýjasta trendið hjá fræga fólkinu sé að framleiða sitt eigið tekíla – eða leggja nafn sitt við það hið minnsta.

Hér erum við meðal annars að vitna til Dwayne Johnson, Kendall Jenner og George Clooney svo að einhver dæmi séu tekin og nú hefur Eva Longoria bæst í hópinn því hún var að kynna til sögunnar sitt eigið lúxus tekíla sem kallast Casa Del Sun.

Hvort það rati hingað til lands á næstunni skal ósagt látið en það ku vera afbragðs gott enda Longora ekki þekkt fyrir neitt hálfkák.

mbl.is