Gordon Ramsay fordæmir hraun sem pylsuálegg

Gordon Ramsay er skemmtilega skapheitur.
Gordon Ramsay er skemmtilega skapheitur.

Þessi frétt er ein af þessum flóknari. Fyrir það fyrsta þá er hann ekki að fordæma Hraun súkkulaðibita heldur alvöru hraun en einhver TikTok snillingurinn setti rennandi raun á pylsuna sína og Ramsay fordæmdi þá ákvörðun strax.

Nú kann hinn almenni íslendingur hins vegar að móðgast yfir því að íslandsvinurinn Ramsay sjái ekki muninn á rennandi hrauni og bráðnum málmi.

Gjörólík fyrirbæri og er það rannsóknarefni út af fyrir sig af hverju Ramsay geri slík mistök. Var það viljandi?

Við vitum ekki svarið en vonumst svo sannarlega að einhver bendi honum á það. Og hvetjum fólk til að seta alls ekki bráðnandi málma eða hraun á pylsu og minnum alla á að Hraun er gott!

mbl.is