Hreinsikúrinn sem slegið hefur í gegn

Karen Jónsdóttir eða Kaja eins og hún er alltaf kölluð.
Karen Jónsdóttir eða Kaja eins og hún er alltaf kölluð. Eggert Jóhannesson

Safakúr Kaju hefur notið mikilla vinsælda en um er að ræða viku safakúr sem ætlaður er til að hreinsa líkamann og núllstilla kerfið. Fá þátttakendur daglegan skammt af vandlega samsettum söfum og eingöngu er notað lífrænt hágæðahráefni.

Kaja segir að óhemju mikil eftirspurn hafi verið eftir safahreinsuninni í september, sem sé afar ánægjulegt, og því hafi hún ákveðið að vera með aðra hreinsun strax í byrjun október. Ljóst sé að áhuginn og þörfin eru fyrir hendi og því hafi aukahreinsun verið bætt við.

Þess má jafnframt geta að allar vörur frá Kaju eru núna á 20% afslætti á Heilsudögum Hagkaups og því um að gera að verða sér úti um lífrænt góðgæti frá henni. Má þar jafnframt nefna ketó-fiskbollurnar frægu sem hafa vakið mikla lukku meðal neytenda enda lífrænar og afar ljúffengar.

mbl.is