Negroni vikan hefst í dag

Í dag hefst hin árlega Negroni vika sem stendur til 19. september og verður Negroni fagnað á börum bæjarins auk þess sem safnað verður fyrir góðum málstað.

Yfir sjö daga tímabil munu barþjónar og gestir á börum og veitingastöðum um allan heim skála í Negroni og safna fyrir sameiginlegum góðgerðarmálum en síðustu níu ár hefur Negroni vikan safnað yfir 3 milljónum dollara í yfir 70 löndum.

Í ár safnar Negroni á Íslandi fyrir átakinu „Römpum upp Reykjavík” eða 100 rampar í Reykjavík á einu ári, þar sem aðgengi hreyfihamlaðra er bætt að þjónusta og veitingahúsum í miðborginni.

Ósk Sigurðardóttir frá Sjálfsbjörg sem er í stjórn sjóðsins segir að um sé að ræða verkefni sem skipti miklu máli. „Við erum virkilega glöð og þakklát Negroni viku fyrir að vekja athygli á verkefninu sem snertir svo marga aðila, en tilgangur Römpum upp Reykjavík er að stuðla að bættu aðgengi fyrir hreyfihamalaða, vini og fjölskyldur þeirra að allskyns þjónustu, veitingastöðum og verslun. Þetta verkefni eykur félagslega virkni hreyfihamlaðra, dregur úr einangrun og gefur fólki tækifæri til þess að taka virkan þátt í samfélaginu, umgangast vini og ættingja og lifa lífinu til fullnustu. Gott aðgengi skiptir alla máli, en hreyfihamlaða öllu máli!“


Í fréttatilkynningu frá skipulagsaðilum segir meðal annars:

Campari, alræmdi rauði Aperitivo drykkurinn og Imbibe Magazine halda áfram samstarfi síðustu 9 ára með Negroni viku sem er söfnunarátak um allan heim. Meira en 100 ár eru liðin síðan Negroni kokteillinn var fundinn upp en hann sameinar Campari, gin og sætan rauðan vermúð í stórfenglega blöndu.

mbl.is