Einn vinsælasti veitingastaður Stykkishólms til sölu

Ef þig hefur einhverntíman dreymt um að hasla þér völl í veitingamennskunni þá er þetta tækifæri fyrir þig því hinn rómaði veitingastaður Narfeyrarstofa er til sölu.

Staðurinn er í fallegu húsi og glæsilegur að innan sem utan. Að auki er hann rómarður fyrir góðan mat og því ljóst að hér er vænlegur biti fyrir veitingafólk sem dreymir um að komast út í sveit.

mbl.is