Ódýrasti Michelin-staður heims missir stjörnuna

Ljósmynd/Facebook síða Hawker Chan

Það vakti mikla undrun þegar götuveitingastaðurinn Liao Fan Hong Kong Soya Sauce Chicken Rice & Noodle í Hong Kong hlaut hina eftirsóknarverðu Michelin-stjörnu árið 2016

Eins og við er að búast breytti þetta miklu fyrir Chan Hong Meng, eiganda staðarins, og opnuðust ný tækifæri umsvifalaust. Hann opnaði útibú af staðnum víðsvegar, breytti nafninu í Hawker Chan og allt gekk vel.

Michelin-menn sáu hins vegar ástæðu til að svipta staðinn stjörnunni eins og þeir gera stundum, sem er vitanlega mikið áfall. Í yfirlýsingum frá staðnum var sagt að allt yrði gert til að vinna hylli Michelin-dómara á ný en hugmyndafræðin á bak við staðinn væri ferskur matur, eldaður á staðnum á góðu verði en rétturinn kostaði rétt um þrjá dollara eða undir 500 íslenskum krónum.

Vonandi tekst þeim ætlunarverkið enda fremur svalt að vera ódýrasti Michelin-staður heims!

mbl.is