Sælkeraútgáfan af þorskhnökkum

Æðislegur fiskréttur frá Önnu Mörtu.
Æðislegur fiskréttur frá Önnu Mörtu. Mbl.is/Anna Marta

Þegar þú hélst að fiskréttur gæti ekki orðið betri, þá hefurðu ekki smakkað þessa uppskrift af þorskhnökkum. Anna Marta býður okkur hér upp á sælkeraútgáfu af rétti sem þú munt vilja hafa vikulega, ef ekki oftar – svo góður er hann.

Sælkeraútgáfan af þorskhnökkum

Undirbúningur: 20 mínútur

  • 1 kg þorskhnakkar
  • 3 msk. pestó frá ANNA MARTA
  • 3 msk. döðlumauk frá ANNA MARTA
  • 1 box kirsuberjatómatar
  • ½ krukka fetaostur, hella olíunni af
  • Sítrónupipar, kryddið fiskinn

Aðferð:

  1. Setjið bökunarpappír í eldfast mót og raðið þorskhökkunum á pappírinn. 
  2. Setjið svo allt annað hráefni yfir þorskhnakkana. 
  3. Setjið inn í ofn á 200°C í 20 mínútur.
  4. Berið fram með fersku salati, sætum kartöflum og eða hrísgrjónum
Mbl.is/Anna Marta
Döðlumaukið er framleiðsla frá Önnu Mörtu.
Döðlumaukið er framleiðsla frá Önnu Mörtu. Mbl.is/Anna Marta
mbl.is