Veðbankar veðja á Óskapítsu Domino’s

Það er fátt meira spennandi þessi dægrin en kosningin um Óskapítsu Domino’s og möguleikinn sem þáttakendur hafa á að vinna sér inn ársbirgðir af pítsum.

Staðan er þannig að búið er að velja fimm pístur sem komnar eru í úrslit og hægt er að kjósa sína uppáhalds pítsu inn á Óskapizzan.

Glöggur blaðamaður mbl.is rakst síðan á veðbankann Coolbet þar sem farið var að veðja á úrslitin og kemur það lítið á óvart enda æsispennandi kosning í vændum.

mbl.is