Haustkaffidrykkir eru það allra heitasta

Það allra besta þessi dægrin er að næla sér í góðan bolla af heitum drykk og njóta svokallaðir haustkaffidrykkir nú vinsælda sem aldrei fyrr. Að sögn Ásu Ottesen, markaðsstjóra Te & Kaffi myndasta alltaf mjög skemmtileg stemning á haustin þegar kólnar í veðri og fólk fer að sækja meira í heita drykki.

„Viðskiptavinir okkar eru farnir að spyrja um þá í lok ágúst en venjulega byrjum við selja drykkina í byrjun september. Vinsælasti drykkurinn er saltkaramellumokka en aðrir drykkir eins og lakkríscappuccino og piparmintukakó sem nú er fáanlegur aftur eftir nokkurra ára hlé eru alltaf vinsælir líka,“ segir Ása og ljóst er að þeir sem eru ekki búnir að gæða sér á gómsætum haustkaffidrykk eiga veislu í vændum.

mbl.is