Lambaspjót með kóríandersósu

Arnór Bohic er hér með konu sinni Paola Cardenas en …
Arnór Bohic er hér með konu sinni Paola Cardenas en hún er frá Síle og Kólumbíu Eggert Jóhannesson

Veitingastaðurinn Selva á Laugarvegi hefur slegið í gegn enda kveður þar við nýjan tón í íslenskri matargerð.

Lambaspjót með kóríandersósu

Fyrir 4-6

 • 1 kg lambaprime
 • 200 gr Chipotle-sósa
 • 20 gr timjan
 • 20 gr hvítlauk, smátt skorinn
 • 150 gr ólífuolía
 • salt og pipar

Skerið kjötið í 2 cm teninga. Blandið saman Chipotle-sósu, timjan, hvítlauk, olífuolíu, salti og pipar í skál og setjið kjötið út í. Blandið vel saman. Látið liggja í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund og jafnvel yfir nótt.

Þræðið bitanna á spjót og grillið í nokkrar mínútur þar til meyrt og gott.

Kóríandersósa

 • 4 hvítlauksrif, skorið gróft
 • 2 fullir bollar fersk kóríanderlauf
 • 4 meðalstórir jalapeños, fræhreinsuð
 • 1 tsk. sjávarsalt
 • 1 tsk. kardimommur
 • ¾ tsk. cumin
 • ½ tsk. rauðar piparflögur, má vera meira
 • ¾ bolli ólífuolía

Blandið hráefnum saman og berið fram með lambaspjótunum.

mbl.is