Prófaðu þetta næst með kaffið

Kaffiþyrstir verða að kunna þetta snjalla húsráð.
Kaffiþyrstir verða að kunna þetta snjalla húsráð. Mbl.is/rajmin2025

Hér er á ferðinni frábært lausn fyrir þá sem vilja mjólk út í kaffið sitt. Við einfaldlega spyrjum okkur – af hverju var okkur ekki búið að detta þetta í hug fyrr?

Stundum klárast mjólkin á heimilinu og þeir sem verða ómögulegir ef hana vantar út í kaffið, þá er þetta það sem þú þarft að gera. Það má nefnilega nota ísmolabox undir ansi margt eins og við höfum oft komið að hér á matarvefnum. En í þetta skiptið skaltu fylla formið af mjólk og setja í frysti. Þannig áttu alltaf til hinn fullkomna skammt af mjólk út í kaffið.

Það er snilld að hella mjólk í ísmolabox og frysta.
Það er snilld að hella mjólk í ísmolabox og frysta. Mbl.is/rajmin2025
mbl.is