Sex sjúklega smart kökudiskar

Fallegir kökudiskar gera heilmikið fyrir heildarútlitið á kökunni sem og …
Fallegir kökudiskar gera heilmikið fyrir heildarútlitið á kökunni sem og veisluborðinu. mbl.is/Rambastore.is

Þegar bera skal fram „heiðursgestinn“ í veislunni, kökuna sjálfa – þá skiptir kökudiskurinn alls ekki minna máli. Hér eru sex flottir kökudiskar sem við fundum á búðarrölti um netheimana hérlendis.

mbl.is/Rambastore.is

Kökudiskur, kertadiskur eða hvað sem þér dettur í hug að setja á þennan æðislega disk, það mun virka vel. Fæst HÉR.

Mbl.is/Royal Copenhagen

Þriggja hæða kökudiskur frá Royal Copenhagen. Þeir verða vart klassískari en þessi - fæst HÉR.

Mbl.is/MosserGlass

Tertudiskarnir frá Mosser Glass eru með kanti til að halda mylsnum og sósu á sínum stað á disknum. Þar að auki eru diskarnir háir og koma því á ákveðinni vídd á veisluborðið. Fáanlegur HÉR.

Mbl.is/APS

Hvítur og stílhreinn kökudiskur á háum fæti – minimalískur en smart á sama tíma. Fæst HÉR.

Mbl.is/Georg Jensen

Glæstur diskur frá Georg Jensen, sem upphaflega var hannaður af Sigvard Bernadotte. Diskurinn er fáanlegur HÉR.

Mbl.is/Louise Roe

Hvítur marmara kökudiskur með karakter, sem stelur án efa athyglinni á veisluborðinu. Diskurinn er hannaður af Louise Roe og fæst HÉR.

mbl.is