Elton John og Lil Nas X í eina sæng

Þegar tvær söngdívur enda saman á mynd, þá er útkoman …
Þegar tvær söngdívur enda saman á mynd, þá er útkoman svona. Stórkostleg! Mbl.is/Uber Eats

Tónlistastjörnurnar Elton John og Lil Nas X eru tvær nýjustu stjörnurnar sem paraðar eru saman fyrir herferðina „Tonight I´ll Be Eating“ fyrir Uber Eats. En áður hafa aðrar stjörnur  setið fyrir í herferð til að kynna heimsendingarþjónustu matvælafyrirtækisins.

Það mætti segja að Elton John og Lil Nas X, séu tveir brautryðjendur samkynhneigðra – þar sem báðir eru þekktir sem sérvitringar í tísku. Og koma þar að leiðandi með sinn einstaka stíl inn á myndina sem notuð er í herferðina. Lil Nas X er einnig með í annari auglýsingu fyrir Uber Eats, þar sem hann auglýsir stækkun í áfengi, matvörum og ofl.

Þessar tvær söngdívur skemmtu sér vel í myndatökunni þar sem þeir skiptust á fötum og settu saman matseðil. Sem leiðir okkur að hugmyndinni að biðja þá félaga um að sjá um næsta vikumatseðil - hversu geggjað væri það!

Mbl.is/Uber Eats
mbl.is